Markaðsráð


Markaðsráð er félag viðskipta- og hagfræðinema við Háskólann í Reykjavík var stofnað 29. Júlí 2005. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna og velferðar viðskipta- og hagfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Stjórnin er tengiliður milli nemenda og stjórnenda viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og stuðlar að stöðugri framþróun viðskiptadeildarinnar.

Markmið félagsins er þar að auki að efla fræðastarf á sviði viðskipta- og hagfræði. Auk þess sér félagið til þess að skólaárið sé bæði skemmtilegt og eftirminnilegt.

Formaður Markaðsráðs situr í framkvæmdastjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) ásamt formönnum annara hagsmunafélaga skólans og hefur áhrif á stefnu og verkefni SFHR, en félagið veitir skólanum aðhald hvað varðar gæði kennslu og aðstöðu nemenda til náms. 

Formaður Markaðsráðs er fulltrúi viðskipta- og hagfræðinema á deildarfundum viðskiptadeildar.